Messa og sunnudagaskóli kl. 11.  Prestur sr. Gísli Jónasson, Hugrún K. Helgadóttir djáknanemi prédikar og hópur messuþjóna tekur virkan þátt.  Organisti Kjartan Sigurjónsson og einsöng syngur Jóhanna Ósk Valsdóttir.  Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Það er alltaf gott að koma í sunnudagaskólann og hitta Nínu Björgu Vilhelmsdóttur djákna sem sér um stundina.  Biblíusaga, söngur og gleði.  Djúshressing í lokin fyrir alla krakka.  Sunnudagaskólinn er fyrir börn á öllum aldri en fræðslan miðast við yngstu börnin.  Verið velkomin!