Sunnudagurinn 15. janúar: Messa kl. 11, prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, organisti Kjartan Sigurjónsson. Guðspjall dagsins segir frá því þegar Jesús breytti vatni í vín í borginni Kana. Er hægt að sjá slíkt tákn í dag? Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.
Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjón Nínu Bjargar Vilhelmsdóttur. Hvað leynist í fjársjóðskistunni? Hver er saga dagsins? Hvernig kemur Jesús við sögu í sunnudagaskólanum? Djúshressing í lokin.