Í dag miðvikudaginn 11. janúar verður kyrrðarstund í hádeginu kl. 12.  Hugrún djáknanemi mun flytja hugleiðingu og aðstoða við útdeilingu.  Hádegisverður í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni. 

Samvera eldri borgar hefst síðan kl. 13:30.  Á dagskrá í dag verða spil og handavinna en einnig notalegt spjall yfir kaffisopa og meðlæti.  Kynnt verður dagskrá vormisseris þar sem margt áhugavert kemur fram.

TTT hefst einnig í dag eftir jólafrí. TTT er fyrir alla krakka tíu til tólf ára.  Samverurnar eru í safnaðarheimilinu á miðvikudögum milli kl. 16 og 17 .