Hin fegursta rósin er fundin.  Kór kirkjunnar heldur aðventu- og jólatónleika fjórða sunnudag í aðventu 18. desember kl. 20.  Á efniskrá eru fjölbreytt jólalög sem kalla fram helgi og lofsöng komandi hátíðar.  Stjórnandi er Örn Magnússon, einsöngvarar Bergþór Pálsson, Hildigunnur Halldórsdóttir og Marta Guðrún Halldórsdóttir.  Blokkflautukvartett spilar ásamt strengjasveit.  Miðaverð er 2000 kr., 1000 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja.