Fjórða sunnudag í aðventu 18. desember verða jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 11. Umsjón með stundinni hafa Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni og Örn Magnússon organisti. Sungnir verða jólasöngvar og lesin jólasaga sem kemur öllum í sannkallað jólaskap. Tekið verður á móti söfnunarbaukum Hjálparstarfs kirkjunnar og börn fá glaðning í poka með sér heim. Hressing í safnaðarheimilinu í lok stundarinnar.