Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Kveikt verður á fyrsta aðventukertinu, spádómskertinu og fjárhúsið í Betlehem sett upp. Hressir krakkar úr 6 til 9 ára starfinu syngja nokkur jólalög. Piparkökur, djús og kaffisopi í safnaðarheimilinu í lok stundarinnar.
Aðventuhátíð kl. 20. Kór Breiðholtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar og Signý Sæmundsdóttir syngur einsöng. Ræðumaður kvöldsins er Jónas Þórir Þórisson framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Fermingarbörn segja frá aðventukransinum og stúlknatríó syngur tvö jólalög. Í lok hátíðar er heitt súkkulaði og smákökur í safnaðarheimilinu á 500 kr. fyrir fullorðna, ókeypis fyrir börn og unglinga.
Fyrsti sunnudagur í aðventu er mikill hátíðisdagur í kirkjunni og með honum gengur nýtt kirkjuár í garð. Þetta er góður dagur til þess að koma til kirkju og njóta þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem í boði er þar sem boðskapur aðventunnar er í fyrirrúmi.