Miðvikudaginn 23. nóvember verður fjölbreytt starf í kirkjunni.

Kl. 12 verður kyrrðarstund, með fyrirbæn og altarisgöngu.  Boðið verður upp á hádegishressingu í lok stundarinnar í safnaðarheimili kirkjunnar.

Kl. 13:30 hefst samvera eldri borgara „Maður er manns gaman“.  Gestur samverunnar verður Örn Magnússon organisti sem mun kynna gömul íslensk hljóðfæri. 

Kl. 16:00 koma hressar TTT stúlkur sem taka þátt í starfi tíu til tólf ára barna.  Stúlkurnar eru frábærar eins og þær sýndu eftirminnilega í fjölskylduguðsþjónustu síðasta sunnudag.  Öll börn á aldrinum tíu til tólf ára eru velkomin í TTT.

Kl. 19:30 hefst æfing hjá kór kirkjunnar sem undirbýr nú jólatónleika sem haldnir verða 18. desember kl. 20.