Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11, sr. Gísli Jónasson og Nína Björg Vilhelmsdóttir sjá um stundina og Örn Magnússon situr við píanóið. Börn úr TTT starfinu sýna leikritið „Þú ert frábær“, skoðað verður í fjársjóðskistuna og sungið af hjartans list. Hressing í safnaðarheimilinu í lokin.
Tómasarmessa kl. 20. Yfirskrift messunnar er: Sá sem trúir hefur eilíft líf. Sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup prédikar. Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina og leiðir sönghóp Tómasarmessunnar. Mikil lofgjörð, fyrirbæn, máltíð Drottins og uppbyggilegt samfélag í húsi Drottins. Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.