Þriðjudaginn 8. nóvember munu fermingarbörn vetrarins ganga í hús í hverfinu og safna peningum fyrir Hjálparstarf kirkjunnar.  Með söfnuninni eru börnin að styrkja jafnaldra sína í Afríku sem ekki hafa aðgang að hreinu vatni.  Markmiðið er að safna sem nemur andvirði þess að byggja einn brunn sem mun sjá fjölmörgum fyrir hreinu vatni um langan tíma.  Við hvetjum alla til þess að taka vel á móti fermingarbörnunum og munum að margt smátt gerir eitt stórt.