Sunnudagurinn 6. nóvember:  Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjón Nínu Bjargar Vilhelmsdóttur djákna.  Biblíusaga, söngur og kærleiksríkt samfélag í safnaðarheimili kirkjunnar.  Djúshressing í lokin og mynd til þess að taka með sér heim.

Messa kl. 11.  Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, organisti Örn Magnússon kór kirkjunnar syngur.  Messuhópur tekur virkan þátt og fermingarbörn eru hvött til þáttttöku með Messulykilinn með sér.  Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.