Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.  Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, organisti Örn Magnússon.  Stúlkur úr barnakór kirkjunnar syngja og auk þess taka hressir krakkar úr kirkjukrakkastarfinu virkan þátt.  Hressing í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni.

Tómasarmessa kl. 20.  Er hægt að sjá Guð?  Hvað heldur þú?  Tómasarmessan leitar svara í orði Drottins og í máltíð Drottins.  Einnig má leita persónulegra svara í fyrirbæninni sem boðið er upp á í messunni.  Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina og leiðir söfnuðinn í lofgjörð til frelsarans.  Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni. 

Verið velkomin í kirkju á sunnudaginn og takið með ykkur gesti!