Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjón Nínu Bjargar djákna og Gottskálk verður með gítarinn með sér.  Í sunnudagaskólanum eru sagðar sögur úr Biblíunni og mikið sungið.  Á sunnudaginn verður einnig sagt frá verkefninu „Jól í skókassa“ sem er tilvalið fjölskylduverkefni.

Messa kl. 11, sr. Gísli Jónasson prédikar og þjónar fyrir altari.  Organisti Örn Magnússon og Hljómeyki syngur.  Messuhópur 2 tekur virkan þátt og les m.a. ritningartexta og bænir.  Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.