Miðvikdaginn 12. október verður kyrrðarstund í hádeginu sem hefst kl. 12.  Stundin hefst á orgeltónum og síðan er hugleiðing út frá orði Drottins, samfélag um Guðs borð og fyrirbæn.  Að stundinni lokinni er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu.

kl. 13:30 hefst samvera eldri borgara.  Að þessu sinni verður farið í heimsókn í Studio Os í Seljahverfi.  Þar mun Helga Unnarsdóttir taka á móti hópnum og hverjum og einum gefst tækifæri til að móta sér lítinn hlut úr leir.  Kostnaður er 1500 kr. á mann. innifalið er sá hlutur sem hver gerir fyrir sig.

Kl. 16:00 er fundur TTT, sem er starf fyrir tíu til tólf ára börn.  Hver fundur er í um klukkutíma og er dagskráin fjölbreytt og fjörug í hverri viku.  Öll tíu til tólf ára börn velkomin!