Sunnudaginn 9. október verður messa og sunnudagaskóli kl. 11.  Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, organisti Örn Magnússon, kór kirkjunnar syngur.  Messuhópur tekur virkan þátt og fermingarbörn eru hvött til þátttöku.  Guðspjall dagsins er samtal Mörtu og Jesú í Jóhannesarguðspjalli þar sem Marta segir við hann:  Ef þú hefðir verið hér væri bróðir minn ekki dáinn.  Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Umsjón með sunnudagaskólanum hefur Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni.  Sunnudagaskólinn byrjar í kirkjunni en fer síðan niður í safnaðarheimili þar sem börnin heyra sögu um Jesú, syngja og biðja saman.  Djús og hressing í lokin.