Það er gott að gefa sér stund til að rækta líkama og sál.  Myndin sem fylgir þessum texta kemur frá góðri vinkonu sem mætir reglulega í líkamsræktina í Gáska.  Þegar hún er að ganga á göngubrettinu þá má ekki láta höfuðið hanga niður heldur horfa upp og beint fram og þá blasir við krossinn á kirkjunni okkar.  Góð áminning um það að það er mikilvægt að rækta trú sína.

Alla miðvikudaga eru bæna- og kyrrðarstundir í kirkjunni sem hefjast klukkan 12 með tónlist.  Orð Drottins er lesið, gengið til altaris og beðið fyrir bænarefnum dagsins.  Hægt er að koma með bænarefni í stundinni sjálfri eða í síma 587-1500.

TTT er starf fyrir tíu til tólf ára krakka.  Á miðvikudaginn ætlum við að fara í ratleik, syngja og heyra biblíusögu.  Alltaf hægt að bætast í hópinn, verið velkomin.