Í kvöld þriðjudaginn 4. október hefst Emmaus-námskeið kl. 18:30.  Um er að ræða nærandi námskeið um kristna trú og kristið líf.  Námskeiðið byggist upp á stuttum fyrirlestrum, umræðum og helgistund.  Það er sex þriðjudagskvöld frá kl. 18:30-20:00, er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu. Leiðbeinendur eru sr.  Bryndís Malla Elídóttir og sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttur.