Að lokinni messu sunnudaginn 11. september verður haldinn stofnfundur Hollvinafélags Breiðholtskirkju.  Tilgangur með stofnun félagsins er að styðja og styrkja kirkjulegt starf í Breiðholskirkju og auðga menningarlíf í sókninni.  Félagið mun standa fyrir ýmsum samkomum og menningarviðburðum í kirkjunni og jafnframt afla fjár til safnaðarstarfsins.  Öll þau sem vilja stuðla að málefnum félagsins er velkomið að gerast Hollvinir kirkjunnar, búseta í sókninni er ekki skilyrði.  Hægt verður að skrá sig í félagið á stofnfundinum nk. sunnudag eða með því að senda póst á breidholtskirkja@kirkjan.is eða hringja í síma 587 1500.