Sunnudaginn 4. september verður messa kl. 11 þar sem sérstaklega er boðið til þátttöku fermingarbörnum vetrarins og fjölskyldum þeirra.  Prestar kirkjunnar þjóna, organisti Örn Magnússon og félagar úr kór kirkjunnar leiða söng.  Eftir messuna verður fundur í safnaðarheimilinu fyrir foreldra fermingarbarnanna þar sem farið verður yfir komandi fræðslu og hægt verður að skrá fermingardaga barnanna.

Sunnudagaskólinn hefur göngu sína á ný sunnudaginn 4. september kl. 11.  Börnin byrja í kirkjunni en færa sig síðan niður í safnaðarheimilið.  Umsjón með sunnudagaskólanum hefur Nína Björg Vilhelmsdóttir, djákni.  Öll börn stór og smá eru velkomin í sunnudagaskólann.  Djúshressing í lokin!