Fermingarbörn vetrarins geta innritað sig í fermingarfræðsluna fimmtudaginn 1. september milli 16 og 17.  Öllum börnum fædd 1998, sem skráð eru í Þjóðkirkjuna, hefur verið sent bréf með öllum nánari upplýsingum.  Einnig má hafa samband við presta kirkjunnar ef fermingarbörnin komast ekki til innritunar á auglýstum tíma eða vantar upplýsingar um annað er lýtur að fermingarundirbúningnum.