Miðvikudaginn 17. ágúst verður kyrrðar- og bænastund kl. 12. Stundin hefst með því að organisti kirkjunnar leikur á orgelið. Því næst er lesið úr Biblíunni og orð Drottins íhugað, máltíð Drottins borin fram og beðið fyrir fyrirbænarefnum sem borist hafa. Að stundinni lokinni verður boðið upp á léttan hádegisverð í safnaðarheimilinu. Allir velkomnir. Tekið er á móti fyrirbænarefnum í síma 587 1500.