Göngumessa sunnudaginn 5. júní.  Safnast verður saman við Seljakirkju kl. 19 og gengið að Breiðholtskirkju.  Þar verður messað kl. 20.  Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni prédikar og sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar fyrir altari.  Organisti Örn Magnússon, einsöngvari Marta Guðrún Halldórsdóttir og kór kirkjunnar syngur.  Boðið verður upp á vöfflukaffi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.  Akstur að Seljakirkju verður í boði eftir stundina, fyrir þau sem skilja bíla sína þar eftir.  Allir velkomnir.