Sameiginlegar göngumessur verða milli kirknanna í Breiðholtinu nú í sumarbyrjun.

Næst komandi sunnudag 29. maí verður gengið frá Fella- og Hólakirkju kl. 19 að Seljakirkju þar sem verður messað kl. 20.  Ath. ekki verður messað í Breiðholtskirkju þennan sunnudag.  Eftir messu verður boðið upp á hressingu í safnaðarsal Seljakirkju og að henni lokinni verður boðið upp á akstur að Fella- og Hólakirkju fyrir þau sem skilja bíla sína þar eftir. 

Næstu göngumessur verða sunnudaginn 5. júní en þá verður messað í Breiðholtskirkju kl. 20 og síðan sunnudaginn 19. júní en þá verður hringnum lokað með messu í Fella- og Hólakirkju kl. 20.