Miðvikudagurinn 18. maí er síðasti fundardagurinn bæði hjá Kirkjukrökkum og TTT.  Þetta er einnig lokadagur hjá eldri barnakórnum.

Kirkjukrakkar hittast klukkan 16 og ætla að eiga fjörugan útifund saman.  Það verða grillaðar pylsur, farið í leiki og þeir sem vilja geta fengið andlitsmálningu.  Stundinni lýkur á sama tíma og vanalega eða klukkan 17.

Eldri barnakórinn og TTT hópurinn hittast sama dag klukkan 17.  Þá ætlum við að halda vorfagnað og fjölskyldur og vinir eru velkomin að njóta dagsins með okkur.  Kórinn syngur og TTT hópurinn heldur tískusýningu sem ber yfirskriftina ,,Konur í Biblíunni´´  Eftir söng og sýningu höldum við sameiginlega veislu (enda rík ástæða til eftir frábæra frammistöðu barnanna 🙂  Allir eru hvattir til að leggja eitthvað á veisluborðið.

Kyrrðarstundin er á sínum stað þennan miðvikudag líkt og alla aðra miðvikudaga.  Klukkan 12 hefst kyrrðarstundin í kirkjunni með því að Örn Magnússon leikur fyrir okkur á orgelið.  Orð Drottins, altarisganga og fyrirbænir.  Eftir stundina er boðið upp á létta hádegishressingu í safnaðarheimilinu.  Allir eru velkomnir.