Það var sól og blíða síðast liðinn sunnudag þegar farið var í safnaðarferð sóknarinnar. Þó aðeins hafi blásið á okkur í Borgarfirðinum og á Mýrunumm, þá brosti samt sólin við okkur. Á Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri var margt áhugavert að sjá og skemmtileg gestaþraut fyrir börnin, þó traktorarnir hafi ekki vakið minni áhuga. Eftir góða messu í Borgarneskirkju var öllum boðið í vöfflukaffi í safnaðarheimili Borgarneskirkju. Rúmlega 40 manns tóku þátt í ferðinni að þessu sinni og nutu þess vonandi að bregða sér af bæ á þessum fallega vordegi.