Sunnudaginn 8. maí verður farið í safnaðarferð Breiðholtssóknar. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 10 og ekið sem leið liggur að Hvanneyri þar sem Landbúnaðarsafnið verður skoðað, kirkjan og Ullarselið. Eftir hádegishressingu verður farið í Borgarnes þar sem við munum taka þátt í messu í Borgarneskirkju kl. 14. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prédikar og kór eldri borgara í Borgarnesi syngur. Síðan verður boðið upp á messukaffi í safnaðarheimili Borgarneskirkju. Áætluð heimkoma er kl. 17. Ferðin kostar 2200 kr. en ókeypis er fyrir börn yngri en 14 ára í fylgd fullorðinna. Ath. nauðsynlegt er að hver og einn taki með sér nesti fyrir hádegishressinguna. Skráning er í síma 587 1500 eða 892 2901 en einnig er hægt að senda póst á breidholtskirkja@kirkjan.is.