Sunnudagaskóli kl. 11 – ath. síðasti sunnudagaskólinn á þessum starfsvetri.  Fjársjóðskistan geymir einstakan fjársjóð og sungin verða lög sem allir eiga að þekkja eftir veturinn.  Umsjón hafa þær Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni, Karen Ósk Sigþórsdóttir og Linda Rós Sigþórsdóttir.  Boðið verður upp á djúshressingu í lokin.

Messa kl. 11, sr. Gísli Jónasson prédikar og þjónar fyrir altari.  Organisti Kári Allansson og félagar úr kór kirkjunnar leiða almennan safnaðarsöng.  Sálmarnir sem sungnir verða eru nr. 12, 223, 30, 159 og eftir prédikun nr. 166, 232 og 291.  Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.