Skírdagur:  Messa kl. 20, Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni prédikar og sr. Gísli Jónasson þjónar fyrir altari.  Organisti Kári Allansson, Marta Guðrún Halldórsdóttir leiðir almennan safnaðarsöng.  Getsemanestund í lok messunnar.

Föstudagurinn langi:  Guðsþjónusta kl. 11, Píslarsagan lesin.  Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, organisti Örn Magnússon, kór kirkjunnar syngur og messuhópur tekur virkan þátt.

Páskadagur:  Hátíðarmessa kl. 8 árdegis.  Sr. Gísli Jónasson prédikar og þjónar fyrir altari.  Organisti Örn Magnússon og kór kirkjunnar syngur.  Tendrað verður á páskakertinu og messuhópur tekur virkan þátt í messunni.  Sameiginlegur morgunverður í safnaðarheimilinu að messu lokinni þar sem allir eru hvattir til þess að leggja eitthvað á morgunverðarborðið. 

Annar páskadagur:  Tómasarmessa kl. 20.  Að hverjum leitar þú?  Fjölbreytt tónlist og fyrirbæn.  Ath.  þetta er síðasta Tómasarmessa vetrarins.  Gleðilega páska.