Líkt og undanfarin ár verður skemmtileg dagskrá hér í Breiðholtskirkju á síðasta vetrardegi (20. apríl). Viðburðurinn er samstarfsverkefni Félagsstarfsins í Gerðubergi og Breiðholtskirkju.
Dagskráin hefst klukkan 14 í kirkjunni en frá 13:30 fram til 14 mun Þorvaldur Jónsson spila á harmonikku. Aðrir góðir gestir sem ætla að vera með okkur í þessari stund eru: Senjoriturnar, eldri barnakór kirkjunnar, Gerðubergskórinn og börn úr Breiðholtsskóla sem tóku þátt í upplestrarkeppninni. Eftir dagskrána í kirkjunni er boðið upp á kaffi og kökur í safnaðarheimilinu. Allir hjartanlega velkomnir.