Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Börn úr forskóla fermingarfræðslunnar taka virkan þátt auk þess sem þeim verður veitt viðurkenning fyrir þátttöku sína í forskólanum. Fjársjóðskistan verður á sínum stað og fjölbreyttur söngur við allra hæfi.
Fermingarmessa kl. 13:30. Prestar kirkjunnar þjóna, organisti Örn Magnússon og kór kirkjunnar syngur. Fermd verða: Anthony Þórir Santos, Hekla Sif Hreggviðsdóttir, Helga Rún Sigurðardóttir, Hrafntinna Eir Hermóðsdóttir, Karen Lena Kristjánsdóttir, Sara Þöll Finnbogadóttir og Sunneva Björk Rafnsdóttir.