Alla fimmtudaga kl. 17-18 er starf fyrir krakka á aldrinum 10-12 ára.  Á morgun (fimmtudag) fáum við góða gesti til okkar á fundinn.  Kirkjuklúbbur Áskirkju mætir til okkar og saman ætlum við að föndra páskaskraut, fara í leiki og auðvitað lesa saman í Biblíunni.  Það er alltaf hægt að bætast í hópinn.  Vertu velkomin/nn.