Miðvikudaginn 5. apríl fáum við gest til okkar í Maður er manns gaman.  Það er Kristján Þór Sverrisson sem starfar hjá Sambandi íslenskra kristniboðsfélaga.  Hann mun segja frá starfinu á kristniboðsakrinum í máli og myndum.  Samverarn hefst klukkan 13:30.  Kaffisopi og spjall á eftir.  Allir hjartanlega velkomnir.

Alla miðvikudaga hittast Kirkjukrakkar klukkan 16 – 17.  Biblíusögur, leikir, söngur, föndur og fjör.  Allir krakkar á aldrinum 6 – 9 ára eru velkomnir að vera með. 

Kyrrðarstundir eru á miðvikudögum og hefjast klukkan 12.  Lestur úr Biblíunni, hugleiðing orðsins, fyrirbæn, samfélag við borð Drottins og falleg tónlist.   Eftir stundirnar er boðið upp á létta hádegishressingu.