Miðvikudaginn 23. mars verður bingó í félagsstarfinu Maður er manns gaman. Stundin hefst klukkan 13:30 og lýkur um 15:00. Vinningarnir eru dökk og dísæt páskaegg! Allir velkomnir.
Kyrrðar- og bænastund er klukkan 12 á miðvikudaginn. Eftir stundina er boðið upp á hádegishressingu í safnaðarheimilinu. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til presta kirkjunnar í stundinni sjálfri eða í síma 587-1500.
HÆFILEIKAKEPPNIN hjá kirkjukrökkum er þennan sama góða miðvikudag. Það verður spennandi að sjá hvaða atriði ber sigur úr býtum. Allir geta séð vinningsatriðið í fjölskylduguðsþjónustunni sunnudaginn 27. mars. Kirkjukrakkar er skemmtilegt starf fyrir alla krakka á aldrinum 6-9 ára sem kostar ekkert og það er ævinlega hægt að bætast í hópinn. Sjáumst 🙂