Sunnudaginn 20. mars leggur sunnudagaskólinn í Breiðholtskirkju land undir fót og heimsækir Fella- og Hólakirkju kl. 11.  Þá verður sérstakur vinadagur með góðri stund í kirkjunni.  Þennan dag verður því enginn sunnudagaskóli í Breiðholtskirkju en börn og foreldrar hvattir til að fjölmenna í Fella- og Hólakirkju kl. 11.

Kl. 14 verður hin árlega Skaftfellingamessa – ath. breyttan messutíma.  Sr. Einar Jónsson sóknarprestur á Kálfafellsstað prédikar, sr. Fjalar Sigurjónsson fv. prófastur á Kálfafellsstað les ritningarlestur og sr. Bryndís Malla Elídóttir og sr. Gísli Jónasson þjóna fyrir altari.  Söngfélag Skaftfellinga syngur undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar og einsöng syngur Helena Marta Stefánsdóttir.  Að messu lokinni verður Sönfélagið með kaffisölu í safnaðarheimili Breiðholtskirkju.