Í byrjun apríl fer fram spurningakeppnin Jesús lifir. Krakkarnir í TTT eru byrjuð að æfa sig fyrir keppnina og er mikill hugur í þeim að komast í lið Breiðholtskirkju.  Í dag verður valið í liðið en það samanstendur af þremur aðalmönnum og einum varamanni. 

Þeir sem ekki komast í liðið eru mikilvægir aðstoðarmenn í að þjálfa og hvetja liðið okkar.  Keppnin er fyrir krakka á aldrinum 10 – 12 ára og börnum í ölum kirkjudeildim stendur til boða að taka þátt í henni.  Allir krakkar eru velkomnir í TTT á hverjum fimmtudegi klukkan 17 – 18.