Messa kl. 11. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, sr. Toshiki Toma prédikar.  Organisti Örn Magnússon og kór kirkjunnar syngur.  Messuhópur 4 tekur virkan þátt og fermingarbörn kveikja á kertum.  Sálmarnir sem sungnir verða eru nr. 503, nr. 47, nr. 130 og eftir prédikun nr. 41, nr. 241 og nr. 56.  Kaffisopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjón Nínu Bjargar Vilhelmsdóttur djákna.  Með henni starfa þær Karen Ósk Sigþórsdóttir og Linda Rós Sigþórsdóttir.  Farið verður í fjársjóðsleit, hlustað á Biblíusögu og mikið sungið af skemmtilegum lögum.  Öll börn fá mynd í bókina sína og djús og kex í lokin. 

Verið velkomin til kirkju á sunnudaginn!