Á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar 6. mars verður æskulýðsguðsþjónusta kl. 11 þar sem ungt og kraftmikið fólk verður í fyrirrúmi. Fermingarbörn aðstoða og ungur gítarleikari spilar. Hugleiðingu flytja Daria Rudkova og Alla Rún Rúnarsdóttir. Eldri barnakór kirkjunnar syngur. Æskulýðsfélag KFUM og K tekur einnig virkan þátt og selur vöfflur og kaffi á vægu verði til styrktar starfinu að lokinni guðsþjónustu. Verið velkomin í kirkjuna og munið að taka með ykkur gesti.