Miðvikudaginn 2. mars verður fjölbreytt dagskrá í Breiðholtskirkju.  Kl. 12 hefst kyrrðarstund í kirkjunni með orgelleik, sálmasöng, ritningarlestri, altarisgöngu og fyrirbæn.  Boðið er upp á hádegishressingu að kyrrðarstund lokinni.  Kl. 16 koma kirkjukrakkarnir í safnaðarheimilið og eiga sína stund með söng, sögum og skemmtilegum leikjum.