Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 sunnudaginn 27. febrúar.  Stúlkur úr TTT sýna dans og leikræna tjáningu, mikill söngur og frásögn úr bók bókanna, Biblíunni.  Hressing í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.

Tómasarmessa kl. 20.  Yfirskrift messunnar er:  Orð Guðs til þín.  Messan markar upphaf kristniboðsvikunnar og eru allir vinir kristniboðsins hvattir til þátttöku í messunni.  Boðið verður upp á fyrirbæn með smurningu og handayfirlagningu.  Tónlistin verður í höndum Þorvaldar Halldórssonar og tónlistarhóps úr KSS.