Næstkomandi miðvikudag (23. febrúar) bjóða Kirkjukrakkar fjölskyldum sínum á leiksýningu í kirkjunni.  Vegna þessa hefst Kirkjukrakkafundurinn klukkan 17:00 þennan dag.

Vinahópurinn Maður er manns gaman hittist annan hvern miðvikudag í safnaðarheimili kirkjunnar.   Þetta eru samverustundir eldri borgara sem hefjast klukkan 13:30 og þeim lýkur um 15:00.  Tekið er hlýlega á móti nýjum vinum.  Miðvikudaginn 23. febrúar ætlum við að spila, spjalla og grípa í handavinnu.  Það verður heitt á könnunni.  Vertu velkomin/nn.

Kyrrðarstundir eru alla miðvikudaga klukkan 12:00.  Samfélag við borð Drottins, Guðs orð, tónlist og fyrirbæn.  Eftir stundina er boðið upp á hádegishressingu í safnaðarheimilinu.