Fermingarbörn vorsins undirbúa sig nú af kappi fyrir ferminguna. Síðast liðinn laugardag lærðu þau um atburði kyrruviku og páska og í síðasta tíma var þriðja grein trúarjátningarinnar til skoðunar. Margar spurningar hafa vaknað í vetur sem leitað hefur verið svara við en nú er áherslan á að klára undirbúninginn og fræðsluna. En hvernig byrjar nú aftur blessunin?