Annan hvern miðvikudag hittast vinir í kirkjunni í félagsskap sem kallast ,,Maður er manns gaman´´.  Félagsskapurinn er hugsaður fyrir 65 ára og eldri en allir eru velkomnir að vera með í hópnum.  Nú á miðvikudaginn verður haldin þorragleði.  Hún hefst klukkan 12:30, beint á eftir kyrrðarstundinni, með harmonikkuleik.  Þorramatur verður á borðum og félagar úr Kvæðamannafélaginu Iðunni mæta á gleðina.  Verð er 2.500 krónur.  Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 587-1500.

Kyrrðarstund er alla miðvikudaga og hefst hún klukkan 12:00.  Athugið að á n.k. miðvikudag verður þorragleði beint á eftir kyrrðarstundinni og því engin súpa á eftir.  Allir eru velkomnir á þorragleðina, sjá hér að ofan.

Kirkjukrakkar hittast alla miðvikudaga klukkan 16:00 í kirkjunni.  Boðið er upp á að fylgja þeim börnum sem eru í Bakkaseli í kirkjuna og foreldrar sækja þá börnin í kirkjuna klukkan 17:00.  Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt, biblíusögur sagðar, farið í leiki, föndrað, settar upp leiksýningar svo eitthvað sé nefnt.  Kirkjukrakkar taka vel á móti nýjum félögum og það er alltaf hægt að bætast í hópinn.