Það voru vissulega glaðir gjafarar í kirkjunni s.l. sunnudag. Ekki voru viðtakendurnir síður glaðir. Það var mikill spenningur í sunnudagaskólanum. Börnin voru búin að útbúa blóm handa kirkjugestum og biðu í röð eftir að kirkjugestir kæmu úr messunni. Blómaútdeilingin vakti mikla gleði viðstaddra og hvert sem litið var mátti sjá brosandi andlit.