Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón Nína Björg Vilhelmsdóttir, Linda Rós Sigþórsdóttir og Karen Ósk Sigþórsdóttir. Sunnudagaskólinn byrjar í kirkjunni en eftir miskunnarbænina fara börnin niður í safnaðarheimilið og fá þar að heyra fallega sögu úr Biblíunni og fara í fjársjóðsleit. Eftir stundina er boðið upp á djús og kexköku fyrir hressa sunnudagaskólakrakka.
Messa kl. 11. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, messuhópur 1 tekur virkan þátt í messunni. Organisti er Örn Magnússon og kór kirkjunnar syngur. Guðspjall dagsins er úr Matteusarguðspjalli þar sem Jesús segir: Líkt er himnaríki fjársjóði sem fólginn var í jörðu. Og spurning dagsins er: Hver er þinn fjársjóður? Kaffisopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.