Á miðvikudögum hittast Kirkjukrakkar hér í kirkjunni. Starfið er fyrir alla krakka á aldrinum 6-9 ára og við tökum fagnandi á móti nýjum félögum. Á næsta fundi ætlum við að heyra mjög spennandi sögu um risa sem hét Golíat. Við syngjum og förum í leiki. Fundirnir hefjast klukkan 16:00 og eru búnir 17:00.
Kyrrðarstundir eru alla miðvikudaga klukkan 12:00. Falleg tónlist, kyrrð og fyrirbæn. Eftir stundina er boðið upp á hádegishressingu í safnaðarheimilinu.
Vertu velkominn í kirkjuna.