Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 sunnudaginn 30. janúar.  Umsjón hefur Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni ásamt Lindu Rós Sigþórsdóttur og Karenu Ósk Sigþórsdóttur.  Öll börn sem verða fimm ára á árinu eru boðin sérstaklega velkomin og fá þá afhenta bókina Kata og Óli fara í kirkju.  Sérstök bangsastund verður einnig í guðsþjónustunni og eru börn hvött til þess að taka með sér bangsa og þau sem vilja mega einnig mæta í náttfötum.  Djús og kaffisopi í safnaðarheimilinu að stundinni lokinni.

Ert þú að sökkva?  Tómasarmessan getur kastað til þín líflínu.  Messan hefst kl. 20 sunnudaginn 30. janúar.  Einnig er möguleiki á fyrirbæn með smurningu og handayfirlagningu.  Fjölbreytt tónlist og lofgjörð einkenna  Tómasarmessuna.  Ekki missa af tækifærinu til að uppbyggjast í orði Guðs og samfélagi kirkjunnar næst komandi sunnudag.  Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.