Messa kl. 11.  Prestur sr. Gísli Jónasson, organisti Örn Magnússon, kór kirkjunnar syngur.  Messuhópur tekur virkan þátt með ritningarlestri og bæn.  Molasopi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Sunnudagaskóli kl. 11.  Umsjón Nína Björg, Linda og Karen.  Fjársjóðskistan geymir nýjan fjársjóð í upphafi árs og brúður koma í heimsókn.  Öll börn fá fallega mynd í safnið og í lokin er djúshressing og molasopi fyrir fullorðna fólkið.