Styrktartónleikar fyrir líknarsjóð kirkjunnar verða haldnir laugardaginn 11. desember kl. 17.  Fram koma:  Kirkjukórinn, Eldri barnakórinn og Broskórinn.  Einsöngvari Gunnhildur Halla Baldursdóttir.  Stjórnandi kóranna er Julian E. Isaacs.  Einnig mun nýstofnað tríó flytja jólalög.  Enginn aðgangseyrir er á tónleikana en tekið á móti frjálsum framlögum í líknarsjóðinn.  Að tónleikunum loknum verður kökubasar í anddyri kirkjunnar en allur ágóði hans mun einnig renna í líknarsjóð kirkjunnar.  Njótum þess að koma til kirkju á aðventunni og hlýða á fagra tóna sem ylja líkama og sál í skammdeginu.