Á foreldramorgninum næst komandi föstudag verða dregnir fram prjónar og garn í sínum fjölbreyttu litum. Gestur samverunnar kemur frá Garnabúð Gauju í Mjódd og verður með kynningu og leiðsögn fyrir þau sem þess óska. Boðið verður upp á te og kaffi og uppbyggilegt spjall í notalegu umhverfi.