Annan sunnudag í aðventu 5. desember verður messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson, organisti Julian E. Isaacs. Við messuna syngur Gerðubergskórinn eins og verið hefur í byrjun desember í mörg ár. Stjórnandi kórsins er Kári Friðriksson. Þátttakendur í félagsstarfinu í Gerðubergi lesa ritningartexta og bænir. Kaffi í safnaðarheimilinu að messu lokinni.
Sunnudagaskóli kl. 11, kveikt á Betlehemskertinu og jólasöngvar sungnir. Jólaföndur við allra hæfi og djús að stundinni lokinni. Verið velkomin í sunnudagaskólann.