Á miðvikudögum hittast Kirkjukrakkar klukkan 16.  Það er ávallt mikil eftirvænting þegar líður að æfingum á jólahelgileiknum.  Börnin eru spennt að fá hlutverk í helgileiknum og vitanlega fá allir gott hlutverk.  Á næsta fundi ætlum við að æfa jólahelgileikinn og syngja nokkur jólalög.  Helgileikurinn er sýndur á annan dag jóla klukkan 14 í kirkjunni við mikinn hátíðleik.
Þau börn sem eru í Bakkaseli geta fengið fylgd til kirkjunnar með leiðtogum.  Allir krakkar velkomnir á aldrinum 6 – 9 ára.

Kyrrðarstundir kirkjunnar eru alla miðvikudaga klukkan 12:00.  Stundirnar hefjast með tónlist og að henni lokinni er lesið úr Biblíunni og stutt hugleiðing á eftir.  Samfélag við borð Drottins og fyrirbænastund í lokin.